Fréttir og tilkynningar

Viltu syngja í karlakór með hressum hestamönnum og vinum þeirra?

Viltu syngja í karlakór með hressum hestamönnum og vinum þeirra? Sprettskórinn er um 40 manna karlakór, sem starfar innan Hestamannafélagsins Spretts. Upphaflega starfaði kórinn undir merkjum Hestamannafélagsins Gusts, en við sameiningu Andvara og Gusts í Hestamannafélagið Sprett, var nafninu breytt. Kórinn æfir í félagsheimili Spretts í Samskipahöllinni á mánudögum kl.

Nánar

Grímu og glasafimi 2026

Skemmtilegasta mót ársins fer fram 18 janúar nk ! Dragið fram búningana og skerpið á gæðingunum 🤠 Veitt verða verðlaun fyrir besta búninginn í hverjum flokki og einnig fyrir þann sem sullar minnst úr sínu glasi eftir 3 hringi á tölti. Frábært tækifæri til að tefla fram sínum gæðing. Þetta

Nánar

Þorrablót Spretts 2026

Þorrablót Spretts verður haldið föstudaginn 6. febrúar nk. í Arnarfelli, veislusal Spretts. Sprettskórinn tekur lagið, það verður uppboð á folatollum og dansað fram á nótt. Húsið opnar klukkan 19:00, borðhald hefst um kl. 19:30. Hægt er að kaupa miða og panta borð með því að senda póst á stjorn(hja)sprettur.is, miðaverð

Nánar

Vetrarleikar Spretts – aðstoð

Stjórn Spretts leitar að áhugasömum aðilum til að halda utan um skipulagningu og framkvæmd vetrarleika Spretts árið 2026. Mótin eru létt og skemmtileg og auðveld í framkvæmd. Fyrstu vetrarleikar verða haldnir sunnudaginn 25.janúar nk. Áhugasamir sendi póst á stjorn(hja)sprettur.is.

Nánar

Knapaþjálfun með Bergrúnu!

Helgarnámskeið 18 og 19 jan. Helgarnámskeiðin er hugsuð þannig að nemandinn fái sem flest „verkfæri“ til að bæta líkamsbeitingu sína, bæði á hestbaki en líka í gegnum æfingar/ æfingatækni sem hægt er að nota heima og/eða í ræktinni. Námskeiðið er sett þannig upp að það byrjar á fyrirlestri, sem er

Nánar

Sprettur leitar að sjálfstæðum, drífandi, þjónustulunduðum og jákvæðum framkvæmdastjóra

Framkvæmdastjóri leiðir daglegan rekstur félagsins sér um fjármál ásamt skipulagi í kringum mannvirki félagsins. Hann styður við nefndir félagsins, sinnir markaðsmálum og sinnir viðburðarstýringu. Framkvæmdarstjóri er með mannaforráð. Framkvæmdastjóri leikur lykilhlutverk á framkvæmd á stefnu Spretts sem starfrækir metnaðarfullt, faglegt og fjölbreytt starf.  Áhersla er lögð á að framkvæmdastjóri gegni

Nánar
Scroll to Top