Skip to content

Upplýsingar um námskeið

Ný námskeið eru að hlaðast inn í vefverslun Spretts þessa dagana. Allar nánari upplýsingar er að finna á sportabler.com/shop/hfsprettur🙂

Námskeið sem eru opin til skráninga núna eru;
– Töltgrúppan 2024
– Knapamerki 2 yngri flokkar

Námskeið verða auk þess auglýst hér á Fb og heimasíðu félagsins, www.sprettur.is (ath ekki – sprettarar.is – hún er úreld)

Nú fyrir áramót koma svo inn námskeið með Árný Oddbjörgu, Antoni Páli, Viðari Ingólfssyni, Sigvalda Lárus, Sigrúnu Sig, Róberti Petersen, keppnisnámskeið yngri flokka, fyrirlestraröð yngri flokka, töltslaufur yngri flokka, hindrunarstökksnámskeið, vinsælu Pollanámskeiðin og margt fleira!

Auk þess verður vetrardagskrá í námskeiðahaldi Spretts kynnt!
Ábendingar og hugmyndir um námskeiðahald eru vel þegnar og má gjarnan senda beint á Þórdísi á fraedslunefnd@sprettarar.is