Skip to content

Pollanámskeið

Minnum á skráningu á pollanámskeiðin! Næsta námskeið hefst á laugardaginn, 16.mars. Námskeiðið er ókeypis og er kennt í mars til apríl! Bætt hefur verið við hópi kl.12:00-12:40.

Frábæru pollanámskeiðin hjá Hrafnhildi Blöndahl halda áfram laugardaginn 16.mars. 40mín hver tími, samtals 6 skipti.

Tímasetningar í boði á milli kl.10-13. Ekki er kennt laugardaginn 30.mars. Síðasti tíminn er laugardaginn 27.apríl. Stefnt verður að því að fara amk 1x út, í afmarkað svæði, ef veður leyfir.

Skipt verður í fjóra mismunandi hópa;
Kl.10:00- 10:40 minna vanir
Kl.10:40-11:20 meira vanir
Kl.11:20-12:00 pollar/börn ríða sjálf/ekki teymd
Kl.12:00-12:40 minna vanir

Dagsetningar og staðsetningar á kennslu;
– laugardagurinn 16.mars Samskipahöll, hólf 3 
– laugardagurinn 23.mars Húsasmiðjuhöll 
– laugardagurinn 30.apríl – EKKI KENNT 
– laugardagurinn 6.apríl Samskipahöll, hólf 3
– laugardagurinn 13.apríl, stefnt að því að fara út ef veður leyfir
– laugardagurinn 20.apríl þrautabrautar og leikjadagur í Samskipahöll 
– laugardagurinn 27.apríl Húsasmiðjuhöll. 

Skráning fer fram á sportabler.com/shop/hfsprettur og er opin.