Fréttir

Námskeiðsframboð

Gleðilega hátíð kæru Sprettarar! Nú á næstu dögum munu námskeið vetrarins verða auglýst. Þið finnið allar upplýsingar um námskeiðin hér; sportabler.com/shop/hfsprettur Hér er smá yfirlit yfir þau námskeið sem verða auglýst á næstu dögum; – brokkspíru og hindrunarstökksnámskeið, yngri flokkar. Kennt á mánudögum, hefst 9.jan. – vinna við hendi og hringteymingar grunn og framhaldsnámskeið. Kennt á mánudögum, hefst 9.jan. – Einkatímar með Árnýju Oddbjörgu, kennt… Read More »Námskeiðsframboð

Gleðileg jól

Kæru Sprettarar. Nú er árið senn á enda og góður tímabili hjá okkur að ljúka. Árið hefur verið viðburðarríkt í starfi félagsins. Mikið um mótahald, útreiðar, landsmót og loks mannfagnaðir eftir langan covid tíma. Framundan er fjölbreytt dagskrá hjá félaginu ss. námskeið, kennsla, mótahald ásamt mörgu öðru. Miklar framkvæmdir eru hafnar á svæðinu okkar við uppbyggingu nýs hverfis og einnig v/ landsmóts 2024. Starfið okkar… Read More »Gleðileg jól

Jólabingó yngri flokka Spretts

Sunnudaginn 18. desember kl.16:00-18:00 í veislusal Samskipahallarinnar verður haldið Jólabingó yngri flokka Spretts. Allir Sprettarar 8 ára til 21 árs eru velkomnir í Jólabingóið. Veglegir vinningar! Jólaöl og smákökur í boði. Hlökkum til að sjá sem flesta!

Jólabingó yngri flokka Spretts

Sunnudaginn 18. desember kl.17:00-19:00 í veislusal Samskipahallarinnar verður haldið Jólabingó yngri flokka Spretts. Allir Sprettarar 8 ára til 21 árs eru velkomnir í Jólabingóið. Veglegir vinningar! Jólaöl og smákökur í boði. Hlökkum til að sjá sem flesta!

Leiðin að gullinu

Landsliðs- og afreksnefnd LH býður unglingum í á vegum hestamannafélaga sérstakt tilboðsverð á aðgöngumiða á „Leiðina að gullinu“ menntadagi landsliðsins. Unglingum á aldrinum 13-17 ára býðst miðinn á 3.000 kr. ef keypt er í gegnum hestamannafélögin í forsölu. Miðapantarnir í gegnum sprettur@sprettarar.is, vinsamlega sendið nafn og netfang þess sem pantar. Fyrir kl 16:00 föstudaginn 8.des Frítt er fyrir 12 ára og yngri.

Kerrur við Húsasmiðjuhöll

Kerrueigendur eru beðnir um að fjarlæja allar kerrur sem standa við langhlið Húsasmiðjuhallarinnar í dag, 7.des. Óheimilt er að leggja kerrum við höllina þar til í lok næstu viku vegna framkvæmda við höllina. Hægt er að leggja kerrum á gamla kerruplaninu neðst í hverfinu, við enda Andvaravalla einnig er hægt að nota planið fyrir ofan gamla íþróttavöllinn.

Skötuveisla 23.des

Skötuvinir Spretts blása til veilsu í hádeginu 23.des.11:30-14:00 Kæst skata, tindabikkja, saltfiskur, brennivín,Bolabjór, kartöflur, rófur, rúgbrauð, hamsatólg og íslenskt smjör. Aðgangseyrir 4900kr pr mann – takmarkaður sætafjöldi. Borðapantarnir á sprettur@sprettarar.is Húsið opnar kl 11:00, borðhald verður á milli 11:30 og 14:00. Gunnar Gunnsteins stýrir borðhaldi Skötuvinir

Vilt þú starfa í nefndum LH?

Að loknu hverju landsþingi skipar stjórn Landssambands hestamannafélaga í nefndir sambandsins til tveggja ára. Nefndarstörf eru undirstaðan í öllu starfi LH og mikilvægt að fá öfluga sjálfboðaliða sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum. Ef þú ert tilbúin/n til að starfa í nefnd hjá LH þá sækir þú um á sértöku umsóknareyðublaði.  Frestur til að gefa kost á sér í nefndastörf LH er fimmtudagur 8. desember. Nefndirnar sem… Read More »Vilt þú starfa í nefndum LH?

Einkatímar með Ragnhildi Haraldsdóttur

Ragnhildur mun kenna einkatíma í Spretti á miðvikudögum frá kl.14:00-19:00. Námskeiðið samanstendur af 4 einkatímum sem eru kenndir eftirtalda daga; 14.des., 21.des., 11.jan og 18.jan. Kennt verður bæði í Samskipahöll og Húsasmiðjuhöll. Hver tími er 45mín. Ragnhildur Haraldsdóttir er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hún hefur átt mjög góðu gengi að fagna á keppnisvellinum undanfarin ár og hefur gert það gott í Meistaradeildinni sem… Read More »Einkatímar með Ragnhildi Haraldsdóttur