Skip to content

Námskeið

Ungmenni Spretts

Ungmennaráð Spretts hefur ákveðið að bjóða upp á sýnikennslu og reiðtíma hjá Olil Amble fyrir ungmenni í Spretti þann 1.maí nk. á Syðri-Gegnishólum, gegn vægu gjaldi. Þau ungmenni sem hafa áhuga á að taka þátt, hvort sem er að sækja reiðtíma eða sýnikennslu, sendi póst á fraedslunefnd@sprettarar.is fyrir 13.apríl nk. til að tryggja sér pláss – ath! takmarkaður fjöldi reiðtíma í boði!

járninganámskeið

Járningamennirnir Caroline Aldén (Járn og Hófar) og Sigurgeir Jóhannsson (Járningaþjónusta Geira) munu halda járninganámskeið í Spretti helgina 28-30.apríl. Þau hafa bæði lokið þriggja ára námi við járningarskólan Wången í Svíþjóð. Bæði hafa þau lengi verið í hestum og áhuginn fyrir járningum vaknaði snemma. Þau hafa mikla reynslu af járningum, allt frá ferðahestum, sjúkrajárningum til keppnis- og kynbótahrossa. Á föstudeginum verður bóklegur tími og sýnikennsla, á… Read More »járninganámskeið

Gangtegunda og keppnisnámskeið hjá Vigdísi

Námskeið fyrir yngri flokka (börn, unglinga og ungmenni 10-21 árs) þar sem lögð verður áhersla á þjálfun gangtegunda og ef knapar vilja undirbúið fyrir keppni. Reiðkennarinn Vigdís Matthíasdóttir hefur getið sér gott orð fyrir kennslu og þá sérstaklega hjá yngri flokkum. Spennandi námskeið fyrir unga sprettara sem vilja bæta hestinn sinn og sjálfan sig. Kennt verður í 40mín einkatímum á þriðjudögum í Samskipahöll. Námskeiðið hefst… Read More »Gangtegunda og keppnisnámskeið hjá Vigdísi

Undirbúningur fyrir Kvennatölt

Friðdóra Friðriksdóttir, reiðkennari og keppnisknapi, býður upp á stutta reiðtíma sem hugsaðir eru sem aðstoð fyrir keppni. Konur sem hafa hug á að taka þátt í Kvennatöltinu eru sérstaklega hvattar til að nýta sér þessa þjónustu. Þriðjudaginn 18. apríl og fimmtudaginn 20.apríl verða í boði tímar þar sem riðið er prógramm, hraði stilltur af, skerpt er á hraðabreytingum (ef við á), farið yfir beisla- og… Read More »Undirbúningur fyrir Kvennatölt

Hindrunarstökk fullorðinna

Hindrunarstökksnámskeið fyrir fullorðna verður haldið í Spretti og hefst sunnudaginn 26.mars. Kennt verður á sunnudögum, samtals 4 skipti. Námskeiðið er fyrir fullorðna knapa sem hafa áhuga á hindrunarstökks- og brokkspíruþjálfun. Knapar þurfa að hafa grunnstjórn á hestum sínum. Markmið námskeiðsins er að auka þor manns og hests með hindrunum, sem og auka þekkingu knapa á góðri hindranaþjálfun. Búnaður sem þarf á hestinn: hnakkur, beisli, hringtaumsmúll/tamningabeisli,… Read More »Hindrunarstökk fullorðinna

Hindrunarstökksnámskeið

Hindrunarstökksnámskeið verður haldið í Spretti og hefst sunnudaginn 26.mars. Kennt verður á sunnudögum, samtals 4 skipti. Námskeiðið er fyrir knapa í yngri flokkum, 10 ára til 21 árs, sem hafa áhuga á hindrunarstökks- og brokkspíruþjálfun. Knapar þurfa að hafa grunnstjórn á hestum sínum. Markmið námskeiðsins er að auka þor manns og hests með hindrunum, sem og auka þekkingu knapa á góðri hindranaþjálfun. Búnaður sem þarf… Read More »Hindrunarstökksnámskeið

opið æfingamót í gæðingalist

Haldið verður opið æfingamót í gæðingalist laugardaginn 18. mars nk. í Samskipahöllinni í Spretti. Stefnt er að byrja keppni um kl.14:30 eða 15:00 á laugardegi, fer eftir fjölda skráninga. Mótið er æfingamót, það verða tveir virkir gæðingalistar dómarar sem gefa einkunnir og umsögn sem keppendur fá svo sent til sín í tölvupósti. Engin úrslit riðin, bara forkeppni. Hægt er að skrá til keppni í öllum… Read More »opið æfingamót í gæðingalist

Einkatímar hjá Viðari

Þriðjudaginn 28.mars og mánudaginn 3.apríl mun Viðar Ingólfsson bjóða upp á einkatíma í Samskipahöllinni í Spretti.  Viðar er hestamönnum að góðu kunnur, m.a. margfaldur Íslandsmeistari og Landsmótssigurvegari í tölti. Um er að ræða tvo 45 mínútna einkatíma, kenndir 28.mars og 3.apríl í Samskipahöllinni. Tímasetningar í boði frá kl.16:15-20:00. Eingöngu 6 pláss í boði. Verð er 29.500kr. Skráning er opin inni á Sportabler. https://www.sportabler.com/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTc3OTc=?

Reiðnámskeið með Sigrúnu Sig í mars og apríl

Reiðámskeið með Sigrúnu Sig í mars og apríl Vinsælu námskeiðin hennar Sigrúnar Sigurðardóttur halda áfram næsta mánudag, 20.mars. Námskeiðin eru almenn reiðnámskeið fyrir fullorðna sem vill styrkja leiðtogahlutverk sitt, öðlast betri færni í samskiptum við hestinn sinn og læra að skilja hestinn betur. Þetta námskeið er frábært fyrir einstaklinga sem til dæmis vilja auka kjark og þor, byrja aftur eftir hlé í hestamennsku eða einfaldlega… Read More »Reiðnámskeið með Sigrúnu Sig í mars og apríl