
Afrekssjóður Gbæ styrkir tvo unga Sprettara
Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar hefur veitt tveimur ungum Spretturum myndarlegan styrk úr Afrekssjóði Garðabæjar en báðar eru þær búsettar í Garðabæ. Guðný Dís Jónsdóttir og Elva Rún Jónsdóttir hlutu styrk að upphæð 140.000kr hvor vegna afreka sinna á síðastliðnu tímabili