Frábæru pollanámskeiðin hjá Hrafnhildi Blöndahl halda áfram laugardaginn 29.mars.
Kennt verður að mestu í Húsasmiðjuhöllinni, 40mín hver tími, samtals 5 skipti. Tímasetningar í boði á milli kl.10-13. Ekki er kennt laugardaginn 19.apríl. Síðasti tíminn er laugardaginn 3.maí. Stefnt verður að því að fara einnig eitthvað út, í afmarkað svæði, ef veður leyfir.
Nokkrir hópar eru í boði:
– byrjendur og minna vanir yngri knapar (knapar sem eru teymdir og fara mest fet en einnig aðeins upp á gang)
– minna vanir, en hafa komið áður á námskeið (stjórna sjálf, fara mest fet en líka aðeins upp á gang)
– nokkuð vanir, millistig.
– meira vanir allur aldur (ríða sjálf, fet tölt brokk)- mjög mikið vön (ríða sjálf, fet tölt brokk stökk)
Námskeiðin eru niðurgreidd af Æskulýðsnefnd Spretts, hvetjum við alla polla til að skrá sig. Mikið stuð og mikið gaman! Verð er 5000kr. Skráning er opin og fer fram á sportabler.com/shop/hfsprettur
Hér er beinn hlekkur á skráningu: