Viltu taka þátt í öflugu félagsstarfi Spretts?

Nú erum við að undirbúa haustið og er lykillinn að góðu og öflugu félagsstarfi þátttaka sjálfboðaliða í að styðja félagið til áframhaldandi vaxtar.

Okkur vantar alltaf gott fólk í nefndir en að starfa í nefndum félagsins hjálpar manni að hafa áhrif á þróun félagsins og einnig er þetta frábært tækifæri að kynnast fólki í félaginu okkar. Hér í þessum hlekk má sjá þær nefndir sem starfræktar eru hjá félaginu: https://sprettur.is/nefndir/

Ef þú vilt gefa kost á þér til að starfa í nefndum í Spretti þá hvetjum við þig til að skrá þig í gegnum meðfylgjandi skráningaform: https://forms.gle/LfgjxYhvsKTy3KE87

Nefndarmenn njóta sérstakra kjara þegar kemur að t.d. viðrunarhólfum, leigu á veislusal o.fl. Haft verður samband við áhugasama í lok september.

Scroll to Top