Viltu syngja í karlakór með hressum hestamönnum og vinum þeirra?
Sprettskórinn er um 40 manna karlakór, sem starfar innan Hestamannafélagsins Spretts. Upphaflega starfaði kórinn undir merkjum Hestamannafélagsins Gusts, en við sameiningu Andvara og Gusts í Hestamannafélagið Sprett, var nafninu breytt. Kórinn æfir í félagsheimili Spretts í Samskipahöllinni á mánudögum kl. 20-22.
Vorið 2023 tók kórinn þátt í norrænu kóramóti á Borgundarhólmi og gerði stormandi lukku, ekki síst fyrir kraftmikinn söng og glaðværð. Sumarið 2025 hélt kórinn á slóðir Vestur- Íslendinga í Mountain í Norður- Dakóta og í Gimli og á fleiri stöðum við Winnipegvatn og víðar í Kanada, ásamt Karlakór Hreppamanna og tók þátt í formlegri dagskrá hátíðarhalda Íslendingafélaga þar.
Í vetur er m.a. á döfinni að syngja á þorrablóti Spretts 6. febrúar og halda Kótilettukvöld 13. mars, sem og að heimsækja Karlakór Rangæinga og taka þátt í vortónleikum með þeim.
Þá verður kórreið í Heiðmörk í maí.
Nýir félagar eru ávallt velkomnir og er ekki skilyrði að þeir séu hestamenn. Kórfélagar eru á aldrinum frá 14 ára og upp úr. Geta þeir, sem hafa áhuga, sett sig í samband við Atla Guðlaugsson, stjórnanda, í síma 864 8019, netfang: at********@***il.com.
Birt á ábyrgð stjórnar Sprettskórsins í janúar 2026.
