Viltu syngja í karlakór með hressum hestamönnum og vinum þeirra?
Sprettskórinn er 40 manna karlakór, sem starfar innan Hestamannafélagsins Spretts. Upphaflega starfaði kórinn undir merkjum Hestamannafélagsins Gusts, en við sameiningu Andvara og Gusts í Hestamannafélagið Sprett, var nafninu breytt. Kórinn æfir í félagsheimili Spretts í Samskipahöllinni á mánudögum. Vorið 2023 tók kórinn þátt í norrænu kóramóti á Borgundarhólmi og gerði stormandi lukku, ekki síst fyrir kraftmikinn söng og glaðværð. Næsta utanlandsferð kórsins verður sumarið 2025 og verður þá haldið á slóðir Vestur- Íslendinga í Norður- Dakóta og Kanada, ásamt Karlakór Hreppamanna og stílað inn á Íslendingadaginn í byrjun ágúst.
Í vetur er m.a. á döfinni að heimsækja Karlakór Hreppamanna og taka þátt í vortónleikum með þeim. Verða tónleikarnir 8. apríl í Guðríðarkirkju, 11. apríl í Hveragerðiskirkju og 16. apríl á Flúðum. Þá verður Kórreið í Heiðmörk í maí.
Nýjir félagar eru ávallt velkomnir og er ekki skilyrði að þeir séu hestamenn, þó það sé ekki síðra. Kórfélagar eru á aldrinum frá 17 ára og uppúr. Geta þeir, sem hafa áhuga, sett sig í samband við Atla Guðlaugsson, stjórnanda, í síma 864 8019, netfang: [email protected].
