Aðrir vetrarleikar ársins hjá hestamannafélaginu Spretti á Kjóavöllum fara fram á laugardaginn kemur, 16. mars. Mótið er hluti af þriggja móta vetrarmótaröð þar sem keppt er einu sinni á hringvelli (lokið),einu sinni inni í reiðhöll og einu sinni á beinni braut. Að þessu sinni fer mótið fram inni í reiðhöllinni (Andvara) og hefst keppni kl. 13.
Skráning fer fram á milli klukkan 11 og 12 í félagsheimilinu á Kjóavöllum og eru skráningargjöld eftirfarandi: Pollar frítt, börn kr. 500, unglingar kr. 1.000, aðrir flokkar kr. 1.500.
Mótið er eingöngu ætlað skuldlausum félagsmönnum í Hmf. Spretti. Hver keppandi má aðeins skrá í einn flokk og eru félagar hvattir til að sýna metnað við skráningu í flokka. Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður eða sameina flokka ef ekki er næg skráning í einhvern þeirra.
Eftirtaldir flokkar verða íboði:
Pollar – teymdir – styrktir af vélaverkstæðinu Kistufelli
Pollar sem ríðasjálfir – styrktir af Holtabrún hrossarækt
Barnaflokkur – styrktur af Bílamálun Halldórs
Unglingaflokkur – styrktur af Traðarlandi
Ungmennaflokkur – styrktur af Hestumehf.
Heldri menn og konur 50+ – styrktaf Boðtækni
Konur 2 minna vanar – styrktar af ALP/GÁK
Karla 2 minna vanir – styrktir af Vögnum ogþjónustu
Konur 1 meira vanar – styrktar af FrjóQuatro
Karlar 1 meira vanir – styrktir af ÓP Verkehf.
Opinn flokkur – styrktur af Íslandsbanka
Keppendur safna stigum á öllum þremur mótunum og í lok mótaraðarinnar verða stigahæstu knapar í hverjum flokki verðlaunaðir sérstaklega.
Mótanefnd Spretts hvetur félagsmenn til að fjölmenna og taka þátt í skemmtilegu móti þar sem allir ættu að finna flokka við sitt hæfi! Sjáumst á laugardaginn!