Vetrarleikar 22.mars kl.13:15

Við minnum á vetrarleika Spretts sem fara fram á morgun, laugardaginn 22.mars kl.13:15!

Vetrarleikar Spretts verða haldnir laugardaginn 22. mars. Skráning fer fram í rennunni í Samskipahöllinni (ekki veislusalnum) milli klukkan 11-12. Kaffi og vöfflur verða í boði fyrir þátttakendur meðan á skráningu stendur.

Keppt verður á hefðbundin hátt vetrarleika, uppá vinstri hönd, hægt tölt og svo fegurðargangur.
Mótið er ætlað skuldlausum félagsmönnum í hestamannafélaginu Spretti.

Hver keppandi má aðeins skrá í einn flokk og eru félagar hvattir til að sýna metnað við skráningu í flokka. Nefndin áskilur sér rétt til að sameina flokka ef ekki er næg þátttaka í einhverjum þeirra.

Skráningargjöld eru eftirfarandi: pollar frítt, börn 500 kr, unglingar 1000 kr og aðrir flokkar 1500 kr.

Mótið hefst kl 13:15 og fer fram í Samskipahöllinni.

Boðið verður upp á keppni í eftirtöldum flokkum í þessari röð:
Pollar (9 ára og yngri) – teymdir pollar
Pollar (9 ára og yngri) – ríða sjálfir
Börn – minna keppnisvön (10-13 ára)
Börn – meira keppnisvön (10-13 ára)
Unglingar – (14-17 ára)
Ungmenni – (18-21 árs)
Konur II – minna keppnisvanar
Karlar II – minna keppnisvanir
Heldri menn og konur (60 ára +)
Konur I – meira keppnisvanar
Karlar I – meira keppnisvanir

Opinn flokkur (karlar og konur)

Vonumst til að sjá sem flesta!
Scroll to Top