Vetrar/Vorleikar Spretts og Frumherja 2020

 

Nú gröfum við upp keppnisskapið og keyrum okkur upp í að keppa á vetrar/vorleikum Spretts.

Einungis einir vetrarleikar fóru fram í vetur og því tvö mót eftir þannig að Mótanefndin

hefur ákveðið að halda þessa vetrar/vorleikana í maí. 

Fyrstu leikarnir verða sunnudaginn 10. maí og þeir síðari verða auglýstir síðar.

Leikarnir verða haldnir úti og boðið uppá alla flokka eins og gengur og gerist á Vetrarleikum.

Allar reglur Almannavarna verða haldnar og 2ja metra reglan verður í gildi hvort sem er í upphitun,

á vellinum og meðal áhorfenda.

Polla- og barnaflokkarnir fara fram á hringvellinum. Í þeim flokkum munu foreldrar/ forráðamenn stilla

sér upp í kringum völlinn til öryggis og ef grípa þarf inní.

 

Stigakeppnin heldur áfram frá því sem frá var horfið.

Skráningin mun fara fram í síma og á netinu og verður auglýst síðar.

Takið daganna frá elsku Sprettarar og komum okkur í keppnisgírinn

 

Kveðja frá Mótanefndinni

84935684 503142413913156 6260859387422703616 n
Scroll to Top