Vel heppnað nefndarkvöld

Í kvöld var haldinn félagsfundur í Veislusal Spretts þar sem nefndr félagsins kynntu sitt starf. Hjá félaginu eru starfræktar 21 nefnd en í kvöld kynntu 19 nefndir þau verkefni sem þau eru vinna að fyrir Sprett. Virkilega gaman að hlusta á svo ólík viðfangsefni og metnaðarfullt starf. Það er ljóst að í Spretti er fjöldinn allur af öflugu félagsfólki sem ver tíma sínum eftir vinnu og útreiðar í það að bæta hestamennskuna hjá okkur í Spetti, að bæta innviðina okkar og gera skemmtilega viðburði sem bæta félagsandann og skila tekjum inn fyrir félagið.

Þær nefndir sem komu og kynntu störf sín eru: Yngri flokka ráð, Sprettskórinn, Metamótsnefnd, Blue Lagoon nefndin, Innviðanefnd, Vallarnefnd, Æskulýðsnefnd, Kvennatöltsnefnd, Reiðveganefnd, Áhugamannadeildarnefnd, Ferðanefnd – Ármenn, Tölvu og tækninefnd, Sjálfbærninefnd, Hrossaræktarnefnd, Öryggisnefnd, Sprettskonur, Firmanefnd, Fræðslunefnd, Karlatöltsnefnd en aukalega eru í félaginu Laganefndar og Dymbilvikunefnd sem ekki áttu heimagengt á fundinn.

Við viljum þakka nefndunum kærlega fyrir samveruna og mjög svo fróðleg erindi. Mikill kraftur og líf er í nefndunum sem svo sannarlega sýndi sig í kvöld.

Ef fólk hefur áhuga á því að koma og starfa í nefndum félagsins eða vera sjálfboðaliðar fyrir félagið er hægt að senda póst á [email protected]. Við erum ennþá að leita að fólki sem er til í að taka að sér að skipuleggja vetrarleikana hjá okkur í vetur.

Scroll to Top