Kæru félagsmenn!
Við viljum vekja athygli félagsmanna á því að á morgun, miðvikudaginn 10.september, fer fram Vatnsendahlaup HK. Hlaupið verður frá Kórnum í gegnum hesthúsabyggð Spretts þaðan framhjá Guðmundarlundi, upp á Vatnsendaborgir, þaðan framhjá borholum og að línuveginum, þaðan niður Grímsgötu að Vatnsvík og svo upp á Vatnsendahlíð og þaðan fyrir ofan Guðmundarlund tilbaka niður í Kór.
Hér er slóð á leiðina:
Hlaupið hefst kl.18 en búast má við að undirbúningur fyrir hlaupið hefjist um kl.17 og því gæti ríðandi umferð átt von á töluverðri truflun á þessum tíma. Mælt er með því að nýta sér aðrar reiðleiðir á þessum tíma, sjá hér fyrir neðan merkt með bláu hlaupaleiðina sem farin verður í upphafi hlaups.
Hlaupið verður í gegnum félagssvæði Spretts í byrjun hlaups og yrði umferð hlaupara um 5-10 mínútur. Auglýst verður að hlaupið er í gegnum hesthúsahverfi og á reiðstígum sem almennt eru ekki ætlaðir fyrir hlaupara eða aðra umferð.