Utanlandsferð ungra Sprettara!

Á foreldrafundi ungra Sprettara fyrr í vetur var ákveðið að stefna á að fara erlendis á hestasýningu 27.-30.nóv. 2025, sýninguna Sweden International Horse Show sem haldin er í Solna í Svíþjóð. Allir ungir Sprettarar, ásamt foreldrum og fjölskyldu, eru velkomnir með. Haustið 2023 var farið í samskonar ferð sem heppnaðist afar vel.

Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að vita meira að setja sig í samband við Æskulýðsnefnd Spretts, ae************@********ar.is, og/eða Þórdísi yfirþjálfara yngri flokka, th*****@******ur.is

Þeir sem hafa áhuga á að koma með í ferðina er bent á að hafa hraðar hendur við bókun á hóteli og flugi þar sem það fyllist yfirleitt mjög snemma.

Fjáraflanir verða í boði fyrir alla þá sem hafa áhuga á. Nánari upplýsingar um fjáraflanir er að finna á nýrri fb síðu foreldra ungra Sprettara, sjá hér fyrir neðan.

Hér er fb síða sem ætluð er öllum foreldrum ungra Sprettara (óháð því hvort þeir hafi hug á að koma með í ferðina eða ekki): https://www.facebook.com/groups/1156385206087893/

Hér má sjá frétt frá ferðinni 2023: Ungir Sprettarar á ferð og flugi! | Eidfaxi.is

Hér má sjá hlekk á heimasíðu sýningarinnar: Sweden International Horse Show – SIHS

Scroll to Top