Annað keppniskvöldið í Samskipadeildinni, Áhugamannadeild Spretts, fór fram fimmtudagskvöldið 13. mars í bliðskaparveðri. Veitingasalan var á sínum stað og töfraði Sigurjón hjá Veisluþjónustunni Flóru fram dýrindis lambalæri og meðlæti sem féll vel í kramið hjá þeim sem heimsóttu veislusalinn. Kvöldið var styrkt af Eiðfaxa TV sem sjá um streymi frá viðburðum Samskipadeildarinnar. Eiðfaxi TV gaf aukaverðlaun sem voru ekki af verri endanum. Fyrir efsta sæti gaf Eiðfaxi TV vikupassa á HM sem fer fram í Sviss í sumar. Annað og þriðja sæti fengu svo árspassa að Eiðfaxa TV. Skemmtilegt skraut á kvöldið.
Mikið var um flottar sýningar og stemningin í stúkunni góð.
Það voru Erla Guðný Gylfadóttir og Roði frá Margrétarhofi sem sigruðu B-úrslitin með þó nokkrum yfirburðum. Einkunn þeirra var 6,92.
Erla Guðný Gylfadóttir fagnar sigri í B-úrslitum
Niðurstöður B-úrslita:
- sæti Erla Guðný Gylfadóttir / Roði frá Margrétarhofi 6,92
8.-9. sæti Herdís Einarsdóttir / Griffla frá Grafarkoti 6,50
8.-9. sæti Elín Íris Jónasdóttir / Rökkvi frá Lækjardal 6,50
- sæti Gunnar Tryggvason / Katla frá Brimilsvöllum 6,46
- sæti Pálmi Geir Ríkharðsson / Brynjar frá Syðri-Völlum 6,38
- sæti Kristín Ingólfsdóttir / Ásvar frá Hamrahóli 6,29
Í A-úrslitunum voru það Hrönn Ásmundsdóttir og Rafn frá Melabergi sem stóðu uppi sem sigurvegarar með glæsilega einkunn, 7,42.
Hrönn Ásmundsdóttir stóð efst á palli í A-úrslitum
Niðurstöður A-úrslita
1.sæti Hrönn Ásmundsdóttir / Rafn frá Melabergi 7,42
- sæti Gunnar Már Þórðarson / Júpíter frá Votumýri 2 7,21
- sæti Sarah Maagaard Nielsen / Sólbirta frá Miðkoti 7,00
- sæti Sigurbjörn Viktorsson / Bjarmi frá Akureyri 6,88
- sæti Sveinbjörn Bragason / Skál frá Skör 6,62
- sæti Gunnar Eyjólfsson / Rökkvi frá Litlalandi Ásahreppi 6,08
Lið Stafholthesta átti frábærum árangri að fagna þetta kvöldið og voru þau með þrjá knapa í A-úrslitum. Glæsilegur árangur og liðaplattinn eftirsótti fór heim með þeim.
Lið Stafholthesta auk þjálfara. Til vinstri Selma Rut formaður Áhugamannadeildanefndar og Magnús Benediktsson fyrir hönd Eiðfaxa TV.
Niðurstöður í liða- og einstaklingskeppni eftir kvöldið
Heildarstaða í deildinni í liða- og einstaklingskeppni
Næsta keppniskvöld í Samskipadeildinni er fimmtudaginn 27. Mars en þá er keppt í fimmgangi. Vekjum athygli á því að sú keppni hefst stundvíslega kl. 18:00.