Skip to content

Uppfærð viðmið til afreksverðlauna Spretts

Stjórn Spretts hefur farið yfir reglur og stigagjöf fyrir íþróttafólk
Spretts og uppfært þær lítillega. Þetta eru reglur sem gilda fyrir keppnisárið 2024.

Eftirfarandi verðlaun verða veitt:

Besti keppnisárangur í barna, unglinga og ungmennaflokka bæði í stúlkna og
drengja flokkum.
Íþróttakarl Spretts – atvinnumaður
Íþróttakarl Spretts – áhugamaður
Íþróttakona Spretts – atvinnumaður
Íþróttakona Spretts – áhugamaður.

Eftirtalin mót gefa stig:

Landsmót, Íslandsmót, Gæðingakeppni Spretts, Íþróttamót Spretts, öll WR mót, öll opin íþróttamót, öll opin gæðingamót, öll opin mót innanhúss, Heimsmeistaramót og Norðurlandamót.

Meistaraflokks prógram, T1, V1, F1, T2 gefa 5 auka stig fyrir hvert sæti í
öllum flokkum.

Stigahæsti einstaklingurinn í fullorðins eða ungmennaflokki verður útnefndur keppnisknapi Spretts.

Þurfi að skera úr um sigurvegara í hverjum flokki verður það gert með sætaröðun, sá/sú sem hefur oftar verið í 1.sæti sigrar.

Opin Íþróttamót, opin Gæðingamót, öll opin mót innanhúss, hver grein gefur eftirfarandi stig
1. sæti 20 / 2. sæti 15 / 3. sæti 10 / 4. sæti 9 / 5. sæti 8
6. sæti 7 / 7. sæti 6 / 8. sæti 5 / 9. sæti 4 /10. sæti 3

Íþróttamót Spretts, Gæðingamót Spretts, öll WR mót, Áhugamannamót Íslands, íþróttakeppni Landsmóts
1.sæti 50/ 2. Sæti 45/ 3. Sæti 40 / 4. Sæti 35 / 5. Sæti 30
6. sæti 25 / 7. Sæti 20 / 8. Sæti 15 / 9. Sæti 10 / 10. Sæti 5

Landsmót (gæðingakeppni), Íslandsmót og Norðurlandamót
1.sæti 150 / 2. Sæti 100 / 3. Sæti 50 / 4. Sæti 40 / 5. Sæti 35
6. sæti 30 / 7.sæti 25 / 8. Sæti 20 / 9. Sæti 15 / 10. Sæti 10

Skeiðgreinar
1. sæti 40 / 2. Sæti 35 / 3. sæti 30 / 4. Sæti 25 / 5. Sæti 20

Heimsmeistaramót  

1. Sæti 200 stig/ 2. Sæti 100 stig /3. Sæti 50 stig /4. Sæti 40 stig/5. Sæti 35 stig 6. sæti 30 stig/ 7.sæti 25 stig/ 8. Sæti 20 stig /9. Sæti 15 stig/10. Sæti 10 stig

Stig fyrir samanlagðan sigurvegara eru eingöngu veitt fyrir 1.sæti.

Lokaniðurstaða móts, þ.e. að úrslitum loknum, telur í stigagjöf. Komi knapi tveimur hestum eða fleiri í úrslit þá telja stig fyrir þann hest sem riðið er í úrslitum.

Gestagreinar á stórmótum, t.d. íþróttakeppni á Landsmóti og gæðingakeppni á Íslandsmóti telja ekki til stiga fyrir Landsmót/Íslandsmót, heldur falla undir íþróttakeppni Landsmóts og opin gæðingakeppni.