Páskaeggjaleit ungra Sprettarar fór fram síðastliðinn fimmtudag, 3.apríl, í góðu veðri í Magnúsarlundi. Páskakanínan hafði verið á ferðinni fyrr um daginn og skilið eftir sig þó nokkurn fjölda páskaeggja sem hátt í 30 ungir Sprettarar leituðu að í Magnúsarlundi.
Allir fundu páskaegg sem þeir fengu að taka með sér heim. Að lokinni páskaeggjaleitinni var farið í leiki og fengið sér nesti. Skemmtilegur viðburður hjá Æskulýðsnefndinni sem mæltist vel fyrir hjá foreldrum og ungum Spretturum.
Næsti viðburður Æskulýðsnefndar verður Þrautabrauta- og leikjadagurinn sem haldinn verður 1.maí í Samskipahöllinni en þá verða settir upp hoppukastalar og stefnir í mikið fjör! Nánar auglýst síðar.