Um síðustu helgi héldu ungir Sprettarar í skemmtilega helgarferð á Skáney í Borgarfirði, þar sem bæði hestamennska og félagslíf blómstraði. Ferðin var hluti af öflugu starfi félagsins fyrir yngri iðkendur og vakti ferðin mikla lukku hjá þátttakendum.
Hópnum var skipt í tvennt, eldri og yngri hópur. Eldri hópurinn var í tvo daga en yngri hópurinn var á laugardeginum.
Laugardagurinn var undirlagður af hestafimleikum undir leiðsögn Kathrinu, sem sló algjörlega í gegn. Hún var frábær með krökkunum, fékk alla til að taka þátt og skapaði mikla gleði.
Eldri hópurinn skellti sér svo í sund og ísferð niður í Borgarnes í bongóblíðu. Á sunnudeginum fór eldri hópurinn í reiðtíma hjá Hauki. Þar ríkti léttleikinn; grunnatriði voru tekin fyrir en grínið fékk líka að ráða ríkjum.
Helgin einkenndist af vináttu, gleði og hestamennsku – nákvæmlega því sem félagsstarf ungra Sprettara stendur fyrir. Ungu Sprettararnir fóru heim glaðir í bragði, þakklátir fyrir góðar stundir og fullir eftirvæntingar fyrir næstu skemmtiferð.
Kærar þakkir fyrir okkur Randi Holaker, Haukur Bjarnason og Kathrina!
Kærar þakkir fyrir okkur Randi Holaker, Haukur Bjarnason og Kathrina!
