Umsókn um viðrunarhólf 2025

Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að leigja sér viðrunarhólf á félagssvæði Spretts þurfa að sækja um slíkt í gegnum heimasíðu Spretts, www.sprettur.is, undir flipanum „bókanir og beiðnir“ eigi síðar en 21.apríl nk. Viðrunarhólfum verður úthlutað 1.maí og öllum verður svarað fyrir þann tíma.

Hólfin eru staðsett í Básaskarði, „á gamla Andvarasvæðinu“ og þriðja svæðið er vestan við Samskipahöll. Hólf á þessum svæðum eru ætluð til útiveru hrossa yfir daginn, ekki er leyfilegt að hafa hross í hólfunum yfir nótt. Hvert hesthús/eining getur sótt um eitt hólf. Eingöngu skuldlausir félagsmenn fá hólf.

Hægt er leigja viðrunarhólf á eftirfarandi tímabili:
Fyrra tímbil: 1.maí til 30.júní verð 14.000kr.
Seinna tímabil: 1.júlí til 15.september verð 14.000kr.
Ef viðrunarhólfið er leigt allt tímabilið, 1.maí til 15.sept., kostar það 25.000kr.

Stefnan er að félagsmenn fái sama hólf og það hefur verið með áður.

Við biðjum félagsmenn að athuga stöðuna á hólfinu sem þau voru með sl. sumar og láta vita ef það eru brotnir staurar, slitin bönd eða ónýt handföng með því að senda póst á sp******@******ur.is.

Scroll to Top