Skip to content

Umferð – hestar&menn

Kæru Sprettarar

Það er gaman að sjá að hverfið okkar er að lifna hressilega við, er fleiri og fleiri taka inn hross á hús og eru að byrja útreiðar af fullum krafti og tala nú ekki um frumtamningar á nýjum trippum. Börnin stunda námskeiðin af fullum krafti og eru oft á ferli þegar skyggja tekur.

Það er því ekki úr vegi að hvetja alla sem keyra hér um að halda hraðanum í hægara lagi og vera vel vakandi yfir bæði gangandi og ríðandi umferð.

Svo er annað mál sem hefur verið að flækjast fyrir fólki. Og það er að neysla á áfengi og akstur á aldrei að eiga sér stað.

Hvetjum við alla til að vera vakandi yfir þessu og ef grunur leikur á að slíkt sé í gangi, þá er um að gera að kalla umsvifalaust til lögreglu.

Förum varlega í myrkrinu og njótum þess að vera örugg á svæðinu okkar.