Fimmtudagurinn 18. febrúar verður spennandi í Víkings Treck keppni í Gluggar og Gler deildinni.
Í fyrsta skipti í sögunni verður haldin keppni innandyra í Treck á Íslandi sem hluti að keppnisröð.
Æfingar hafa verið strangar hjá liðunum enda alltaf viss spenna sem fylgir því að keppa í nýrri grein.
Að venju keppa þrír knapar fyrir hvert lið þ.e. 45 knapar fyrir 15 lið.
Á fimmtudaginn opnar húsið kl. 18:00 og sjálf keppnin hefst kl. 19:00.
Einvalalið Sprettara mun sjá um að reiða fram veitingar í Veislusalnum okkar á góðu verði.
Í boði verða m.a. eðalsúpa ala Sprettur, pizzur og margt annað.
Ljóst er að enginn fer þyrstur eða svangur heim að kvöldi loknu.
Við hvetjum alla áhugamenn um hestamennsku að taka kvöldið frá, koma í Sprettshöllina, njóta og horfa á spennandi keppni í nýrri grein.
Aðgangur er frír.
Ráslistar verða birtir á þriðjudaginn 16 febrúar.
Við minnum svo á fésbókarsíðuna og snapchat deildarinnar. Endilega smellið like á viðburðin og bætið svo Áhugamannadeildinni sem vini á snappinu.
Hlökkum til að sjá ykkur öll.