Nú styttist óðfluga í að Töltgrúppan fari af stað aftur! Skemmtilegt námskeið í frábærum félagsskap Sprettskvenna!
Kennt verður á miðvikudagskvöldum kl. 19:30 í Samskipahöllinni, 1x í viku, 13 skipti. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 10. jan á bóklegum tíma þar sem farið verið yfir reiðleiðir og starf vetrarins rætt.
Lokamarkmið námskeiðsins er að hópurinn komi fram á Dymbilvikusýningu Spretts 27. mars 2024 en ekki er skylda að taka þátt í sýningunni ef einhver hefur ekki áhuga á því. Námskeiðið er frábært tækifæri til þess að efla leiðtogahlutverk sitt við hestinn sinn, ná góðri stjórn á reiðleiðum og læra mismunandi mynsturreiðir og njóta þess að vera á hestinum sínum í góðum hópi… gaman saman!
Námskeiðið er opið fyrir allar Sprettskonur 18 ára og eldri sem vilja taka þátt í skemmtilegu og metnaðarfullu námskeiði. Þó er sett krafa um að knapi hafi grunnstjórn á hesti sínum.
Dagskrá:
10. janúar 2024 – Bóklegur tími/fundur. Farið yfir helstu reiðleiðir og ýmis Töltgrúppumál.
17. janúar 2024 – Fyrsti reiðtími
24. janúar 2024 – Reiðtími
31. janúar 2024 – Reiðtími
7. febrúar 2024 – Reiðtími
14. febrúar 2024 – Reiðtími
21. febrúar 2024 – Reiðtími
28. febrúar 2024 – Reiðtími
6. mars 2024 – Reiðtími
13. mars 2024 – Reiðtími
20. mars 2024 – Reiðtími
24. mars 2024 – Aukaæfing fyrir Dymbilvikusýning
27. mars 2024 – Dymbilvikusýning
3. apríl 2024 – Lokaæfing og Pálínuboð
Skráning er í fullum gangi – hér er beinn hlekkur;
https://www.abler.io/…/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjUwMjI=
Verð fyrir námskeiðið er 25.000kr.
Reiðkennari er Guðrún Margrét Valsteinsdóttir