Töltgrúppan hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en hún samanstendur af hópi kvenna sem æfir saman og hefur gaman. Æft verður undir handleiðslu Guðrúnar Margrétar Valsteinsdóttur, reiðkennara. Lögð verður áhersla á stjórnun og ásetu knapa ásamt töltþjálfun og munsturreið.
Kennt er á miðvikudagskvöldum kl.19:30 í Samskipahöllinni, 1x í viku. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 8.feb og lýkur um páskana. Verð er 25.000kr
Skráning fer fram á sportabler.com/shop/hfsprettur