Tilkynning til keppenda á Íslandsmóti

Nokkur atriði sem varða framkvæmd mótsins. 
Afskráningar fara eingöngu fram með því að senda tölvupóst á sp*********@gm***.com eða send sms í símanúmerið 888-4050.

Allir keppendur mæta í fótaskoðun að lokinni sýningu. Fótaskoðun fyrir báða hringvellina fer fram við gáminn fyrir neðan gamla dýraspítalann. Keppendur í skeiði koma við í fótaskoðun eftir hvern sprett en þá verður fótaskoðun staðsett við enda skeiðbrautar.

Í gæðingaskeiði verður hver flokkur kláraður áður en sá næsti hefst. Byrjað verður á unglingaflokki þá ungmennaflokki og loks fullorðinsflokki. Í 100m skeiði verður unglinga- og ungmennaflokkur keyrðir saman og fullorðinsflokkur keyrður að yngri flokkum loknum. 
Fimikeppni í reiðhöll hefst á barnaflokki, þá unglingaflokki og loks ungmennaflokki.

Minnum keppendur á að mæta stundvíslega til keppni.

Við bendum keppendum einnig á appið LH Kappi en þar má finna dagská sem og lifandi ráslista, þe. ráslistar uppfærast jafn óðum ef knapi dettur út.

Verðlaun Spretts
Scroll to Top