Þorrablót og Þorrareiðtúr Vatnsendabúa

Laugardagskvöldið 31 janúar verður haldið Þorrablót Vatnsendabúa í Félagsheimili Spretts Reiðhöllinni Kjóavöllum. Miðaverð er kr.5.800. Innifalið er ljúfengur þorramatur frá Kænunni, skemmtiatriði glæsilegt happadrætti og dansleikur fram á rauða nótt. Húsið opnar kl. 19:00 fyrir matargesti, borðhald hefst kl. 20:00. Húsið verður síðan lokað meðan á borðhaldi stendur, eða til kl. 23:00.

Brokkkórinn mætir og syngur inn fjörið. Dansleikur frá kl. 23:00-02:00. Miðarverð á dansleik er kr. 2.000 á dansleikinn. Aldurstakmark 18 ára. Bar á staðnum, en gestum er heimilt að taka með sér eigin drykki. Engin ábyrgð tekin á yfirhöfnum í fatahengi.

Miðasalan verður í hesthúsinu hjá Þórlaugu og Sigga, Melahvarfi 8, fimmtudaginn 22. janúar n.k. frá kl. 18:00 – 20:00. Þórlaugu í síma 864 0514 eða Ásta í síma 8201111, fram að blóti. Einnig hægt að panta miða með því að senda tölvupóst á netfangið hu******@gm***.com.

Þorrareiðtúr Vatnsendabúa.

Farið verður í skemmtilegan sameiginlegan reiðtúr Vatnsendabúa á þorrablótsdaginn 31 janúar. Mæting við Pöbbin Hrímfaxa við Heimsenda kl. 12:30. Brottför kl 13:00.
Hestamenn á Vatnsenda fjölmennum og hitum ærlega upp fyrir þorrablótið.

vikingur
Scroll to Top