Rúv hefur fylgst með Áhugamannadeildinni í Spretti í vetur. Hulda G. Geirsdóttir hefur stýrt þáttargerð um deildina og kallast þættirnir „Á Spretti“. Þættirnir hafa verið sýndir annan hvern miðvikudag kl 22:20 og þykja þeir afar vel lukkaðir og gefa góða innsýn inn í það skemmtilega áhugamál sem hestamennskan er.
Næsta mót er Topreiter töltið og fer það fram nk fimmtudag kl 19:00 í Sprettshöllinni. Þetta er lokakeppniskvöldið og ljóst er að spennan er orðin töluverð. Frekari upplýsingar um lokakvöldið.
Fyrir áhugasama sem hafa misst af þættinum „Á Spretti“ má horfa á þá í Sarpinum á vefsvæði RÚV:
- Fjórgangurinn 5. febrúar þáttur birtur 11. febrúar (1. þáttur)
- Fimmgangurinn 18. febrúar þáttur birtur 25. febrúar (2. þáttur)
- Slaktaumatöltið 5. mars þáttur birtur 11. mars (3. þáttur)
Hvetjum alla þá sem eru ánægðir með þættina að senda línu á Rúv og hrósa þáttunum, hægt er að hafa samband með því að smella hér. Það að senda hrós gæti hjálpað til þess að hestatengt efni fái meira pláss í dagskrárgerð en verið hefur.