Tekið á móti plasti 22.mars

Á morgun laugardag, 22.mars, milli klukkan 11:00-12:00 verður tekið á móti plasti í nýjum gámi sem staðsettur verður á bílaplaninu/heyrúllustæðinu fyrir ofan Samskipahöll, sjá mynd.

Eingöngu verður tekið á móti heyrúlluplasti – ekki plasti utan af spæni, heynetum eða öðru rusli. Rúlluplastið má ekki vera í plastpokum.
Biðjum við félagsmenn að virða þetta – ef annað plast slæðist með þá eru háar sektir frá Sorpu sem félagið þarf að greiða.
Scroll to Top