Tannheilbrigði hrossa í boði Tannbjargar tannlæknastofu

Mánudaginn 31.janúar kl.20:00 mun Sonja Líndal dýralæknir og reiðkennari flytja rafrænan fyrirlestur um munn- og tannheilbrigði hrossa sem og fjölbreytileika méla og beislabúnaðar fyrir alla Sprettsfélaga.

Sonja hefur tileinkað starfsferil sinn hestatannlækningum og hefur því góða innsýn í þetta viðfangsefni.

Fyrirlesturinn er í boði Tannbjargar tannlæknastofu og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir að bjóða Sprettsfélögum á frábæran fyrirlestur um þetta mikilvæga málefni.

Hlekkur á fyrirlesturinn verður auglýstur á heimasíðu félagsins sem og Fb síðu félagsins þegar nær dregur. Takið kvöldið frá!

Tannbjörg
Scroll to Top