Taðmál

Taðmál Kópavogs, Garðabæjar og hestamannafélagsins Spretts eru enn óleyst.

Fulltrúar sjálfbærninefndar Spretts hafa síðan í janúar verið að funda með fulltrúum Garðabæjar, Kópavogs og Heilbrigðiseftirlitsins um taðmálin.

Útbúin var  greinargerð sem inniheldur tillögur um nýtingu taðs frá félagssvæðinu til uppfyllingar, uppgræðslu og annarra góðra verka innan beggja bæjarfélaga.

Jákvætt var tekið í tillögur um nýtingu á svæðum innan marka Garðabæjar, en Kópavogur vísaði erindinu til Skipulags- og umhverfisráðs bæjarins sem tók það fyrir á fundi sínum þann 5. maí. Þar var samþykkt að taka jákvætt í  eina af tillögum Spretts sem skammtímalausn og leita umsagna um hana. Einnig var Umhverfissviði falið að leita framtíðarlausna. Ekki hefur tekist að ná virku samtali við fulltrúa Kópavogsbæjar til lausnar á þessum málum en vonandi er eitthvað að rætast úr.

Fulltrúar Spretts hafa í kjölfar fundarins 5.maí lagt áherslu á það við fulltrúa Kópavogs að leysa þurfi þessi losunarmál fyrir félagið í heild og að sveitarfélögin og hestamannafélagið þurfi að vinna að sameiginlegri lausn. Einnig að þessi mál þoli ekki bið.   Heilbrigðiseftirlitið hefur tekið vel í tillögurnar sem settar eru fram í samræmi við kröfur Umhverfisstofnunar.

Þeir sem vilja kynna sér stöðuna geta farið á vef Kópavogsbæjar

24021889-Losun taðs frá félagsmönnum Spretts hestamannafélags

Skipulags- og umhverfisráð – 7. fundur – 05.05.2025 | Kópavogur

Svona er staðan á taðmálum Spretts í dag og er því  ljóst á þessu að engar skyndilausnir eru á borðinu.

Scroll to Top