Sumarnámskeið Eðalhesta í Hestamannafélaginu Spretti

Hjá reiðskólanum Eðalhestum, sem staðsettur er í hestamannafélaginu Spretti, er boðið upp á skemmtileg reiðnámskeið fyrir börn í sumar. Lágmarksaldur þátttakenda er 6 ára en börn upp í 14 ára gömul stunda námskeiðin.

Byrjenda hópur: Farið er yfir grunnreiðmennsku (ásetu og stjórnun), umgengni (hvernig á að umgangast hesta og leggja á) ásamt janfvægis og ásetu æfingar. Lágmarks aldur í þennan hóp er 6 ára. Meira vanir: Farið í reiðmennsku, ásetu og stjórnun og útreiðar. Lagt er upp úr því að kennslan sé fjölbreytt og skemmtileg.

Vanir krakkar er fyrir börn sem hafa komið oftar en þrisvar á námskeið eða eiga jafnvel hest. Áhersla er lögð á að nemendur geti farið að sjá um sinn hest að miklu leyti sjálf, t.d. að leggja á og beisla. Farið verður í skemmtilega reiðtúra í fallegri náttúru og verður borðað nesti í reiðtúr. Aldur 9-14 ára.

Eigendur skólans eru Halla María Þórðardóttir og Magnús Líndal. Halla María er menntuð frá Háskólanum á Hólum og verður aðalleiðbeinandi krakkanna á námskeiðunum. Hún hefur mikla reynslu af hestum, jafnt kennslu sem keppnum. Magnús hefur stundað nám við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri ásamt því að vera bóndi með hesta og kindur í sínum búrekstri. Bæði Halla og Magnús munu starfa við reiðskólann í sumar en auk þess mun annað starfsfólk koma að námskeiðunum.

Eftirfarandi námskeið verða í boði í sumar 2018

1. 12 júní -15 júní þrið-fös fh. Byrjenda námskeið kl 9:00-13:30 (Hægt er skrá frá 8:30 kostar 500 kr. auka á dag) verð:17,600 4.dagar
12 júní -15 júní þrið-fös eh. Vanir krakkar kl:13-16 Verð:19,200 4. dagar

2. 18-22 júní Byrjenda námskeið fh. kl 9:00-13:30 (Hægt er að skrá frá kl 8:30 kostar 500 kr. auka á dag)
18-22 júní eh. Vanir krakkar kl:13-16

3. 25-29 júní Byrjenda námskeið fh. kl 9:00-13:30(Hægt er að skrá frá 8:30 kostar 500 kr. auka á dag)
25-29 jún Vanir krakkar eh. kl:13-16

4. 2-6 júlí Byrjenda námskeið fh. kl 9:00-13:30 (Hægt er að skrá frá 8:30 kostar 500 kr. auka á dag)
2-6 júlí Vanir krakkar eh. kl:13-16

5. 9-13 júlí Byrjenda námskeið fh. kl 9:00-13:30 (Hægt er að skrá frá 8:30 kostar 500 kr. auka á dag)
9-13 júlí Vanir krakkar eh. kl:13-16

6.16-20 júlí Byrjenda námskeið fh. kl 9:00-13:30 (Hægt er að skrá frá 8:30 kostar 500 kr. auka á dag)
16-20 júlí Vanir krakkar kl:13-16

7. 23-27 júlí Byrjenda námskeið fh. kl 9:00-13:30 (Hægt er að skrá frá 8:30 kostar 500 kr. auka á dag)
23-27 júlí Vanir krakkar eh kl:13-16

8. 30 júlí – 3 ágúst Vanir krakkar fh. kl 9:00-12:00 (Hægt er að skrá frá 8:30  kostar 500 kr. auka á dag)
30 júlí – 3 ágúst Vanir krakkar eh. kl:13-16

9. 7-10 ágúst þrið-laug Byrjenda námskeið fh. kl 9:00-13:30 (Hægt er að skrá frá 8:30 kostar 500 kr. auka á dag)
7-10 ágúst Vanir krakkar eh. kl:13-16 (4. dagar)

10. 13-17 ágúst Vanir krakkar kl: 9:00-12:00
Vanir krakkar kl: 13:00-16:00

Einnig verður boðið uppá leikjanámskeið frá kl.13:30-16:00, þarf að bóka í það sér

Skráning á námskeiðin er í síma 867 1180 eða með Facebook-skilaboðum á Facebook-síðunni Reiðskólinn Eðalhestar.
Skráning er hafin.

Ítarlegar upplýsingar um dagskrána eru á vefsíðunni edalhestar.weebly.com.

Edalhestar
Scroll to Top