Stakir einkatímar hjá Árnýju

Sunnudaginn 16. febrúar nk mun reiðkennarinn Árný Oddbjörg bjóða upp á staka einkatíma í Samkipahöllinni. Í boði eru einkatímar milli kl.13:00-17:00. Kennt verður í hólfi 3. Hver einkatími er 30mín að lengd.

Árný hefur verið ein af okkar vinsælustu kennurum og komast iðulega færri að en vilja, því var ákveðið að bjóða upp á staka einkatíma nokkrum sinnum í vetur.

Verð er 6000kr fyrir unga Sprettara, 8000kr fyrir fullorðna.

Skráning fer fram á abler.io og er opin.
https://www.abler.io/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MzgwNDg=?

Nánari upplýsingar á [email protected]

 

Scroll to Top