Í dag, fimmtudaginn 28.ágúst, var skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning milli Hestamannafélagsins Spretts og Samskipa, sem hefur verið aðalstyrktaraðili félagsins frá upphafi. Samningurinn gildir út ágúst 2027 og markar áframhaldandi traust og öflugt samstarf sem hefur einkennt tengsl félaganna í gegnum árin.
Á myndinni sem fylgir undirrituninni má sjá Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur, formann Spretts, og Sigurbjörn Eiríksson, stjórnarmann í Spretti, sem gengu frá samningnum með Ágústu Hrund Steinarsdóttur, forstöðumanni markaðs- og samskiptadeildar hjá Samskip, sem skrifaði undir fyrir hönd fyrirtækisins.
Samstarf Spretts og Samskipa hefur verið ómetanlegt fyrir félagið og hestamennskuna á Íslandi. Svæði félagsins og reiðhöllin eru vel merkt Samskip og hefur fyrirtækið einnig stutt við Áhugamannadeild Spretts, sem ber nafnið Samskipadeildin.
Við hjá Spretti erum afar þakklát fyrir stuðninginn og hlökkum til að halda áfram að vinna með Samskip að uppbyggingu og eflingu hestamennskunnar.