Sprettur leitar að sjálfstæðum, drífandi, þjónustulunduðum og jákvæðum framkvæmdastjóra

Framkvæmdastjóri leiðir daglegan rekstur félagsins sér um fjármál ásamt skipulagi í kringum mannvirki félagsins. Hann styður við nefndir félagsins, sinnir markaðsmálum og sinnir viðburðarstýringu. Framkvæmdarstjóri er með mannaforráð.

Framkvæmdastjóri leikur lykilhlutverk á framkvæmd á stefnu Spretts sem starfrækir metnaðarfullt, faglegt og fjölbreytt starf.  Áhersla er lögð á að framkvæmdastjóri gegni leiðtogahlutverki og leggi sig fram við að hafa góð og jákvæð samskipti við félagsmenn Spretts. Framkvæmdastjóri skal ávallt starfa af heillindum með hagsmuni félagsins að leiðarljósi.

Um fullt starf er að ræða. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Starfið er að jafnaði í dagvinnu, en kvöld- og helgarvinna getur komið upp vegna móta og viðburða.

Umsóknarfrestur er 18 janúar og senda skal ferilskrá og kynningarbréf á st****@******ur.is með subject: „Framkvæmdastjóri – Sprettur“.

Helstu verkefni og ábyrgð
– Annast daglegan rekstur og stjórnun félagsins.
– Yfirumsjón með fjármálum og reikningshaldi félagsins, tekjuöflun og kostnaðareftirlit ásamt samþykki reikninga.
– Yfirumsjón með starfmönnum og verktökum sem vinna fyrir félagið.
– Umsjón með sjálfboðaliðastarfi félagsins og að byggja upp jákvæðan og hvetjandi anda.
– Yfirumsjón með útleigu á aðstöðu og skipulag því tengdu.
– Viðburðastjórnun á viðburðum félagsins og verkefnastýring umbótaverkefna hjá félaginu.
– Samskipti við styrktaraðila, samstarfsaðila, sveitafélög og fjölmiðla.
– Ábyrgð á skýrslugerð til sveitafélaga
– Þátttaka og innleiðing á framtíðarstefnu Spretts í samráði við stjórn.
– Upplýsingamiðlun til félagsmanna, innsetningu á efni á heimasíðu og samfélagsmiðla.
– Undirbúningur stjórnarfunda, fundargögn og eftirfylgni samþykkta.
– Umsjón með félagaskrá og félagsgjaldi, afgreiðsla erinda og umbætur á þjónustu.
– Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur
– Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
– Reynsla af rekstri og stjórnun er kostur.
– Reynsla af verkefna og viðburðastjórnun er kostur
– Þekking og reynsla af stefnumótun.
– Leiðtogafærni og hæfni til að virkja sjálfboðaliða, stýra starfsmönnum og skapa jákvæðan starfsanda.
– Góð samskipta- og samningatækni, þjónustulund og fagleg framkoma.
– Góð tölvufærni (M365, vefumsjón, samfélagsmiðlar, DK ) og vilji til að tileinka sér nýja tækni.
– Mjög góð íslenska í ræðu og riti
– Þekking og reynsla af rekstri hestamannafélaga er kostur.
– Hreint sakavottorð og ökuréttindi

Um Hestamannafélagið Sprett
Sprettur er stærsta hestamannafélagið á landinu með lifandi samfélag, öfluga aðstöðu og metnaðarfullt barna- og unglingastarf. Gildi Spretts eru samvinna, virðing og öryggi. Sjálfboðaliðar í Spretti eru lykillinn að vel heppnuðum starfi félagsins.

 

Scroll to Top