Sprettskórinn
Sprettskórinn
Sprettskórinn er 40 manna karlakór, sem starfar innan Hestamannafélagsins Spretts.
Upphaflega starfaði kórinn undir merkjum Hestamannafélagsins Gusts, en við sameiningu Andvara og Gusts í Hestamannafélagið Sprett, var nafninu breytt.
Kórinn æfir í félagsheimili Spretts í Samskipahöllinni á mánudögum.
Nýir félagar eru ávallt velkomnir og er ekki skilyrði að þeir séu hestamenn, þó það sé ekki síðra.
Kórfélagar eru á aldrinum frá 17 ára og uppúr. Geta þeir, sem hafa áhuga, sett sig í samband við Atla Guðlaugsson, stjórnanda, í síma 864 8019, netfang: at********@gm***.com.