Sprettarar byrjaðir að koma sér fyrir á LM

Tjaldsvæði Sprettara
P6270042

Beitarsvæði Sprettara

Sprettarar eru farnir að koma sér fyrir á Landsmótsvæðinu, búið er að flagga fánum félagsins bæði á almenna tjaldsvæðinu og einnig þar sem Sprettur verður með beitarhólf fyrir keppnishesta. Á tjaldstæðinu verður stórt félagstjald þar sem hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu sameinast um aðstöðu, Fákur, Hörður, Sprettur, Sóti og Sörli eru með þetta tjald og rétt hjá því eru svo ætluð félagstjaldsvæði fyrir þá sem vilja fylgjast að. 
Á föstudag kl 18:00 mun Sprettur bjóða félagsmönnum uppá grillveislu, hvetjum við alla að mæta og eiga skemmtilega stund saman.
Eins og hefur komið fram þá þurfa þeir sem vilja nýta sér beitarhólf fyrir keppnishestana sína að hafa samband við Oddný í síma 692-0706, hvert hólf kostar 5000kr. Hólfin eru staðsett við sunnan við keppnisvellina og reiðhöllina.

Landsmótsnefnd Spretts.

P6270036
Scroll to Top