Skráningarfrestur framlengdur á Áhugamannamót Töltgrúppunnar og Hrímnis


Skráningar á Áhugamannamót Töltgrúppunnar og Hrímnis eru í fullum gangi. Nokkrir keppendur hafa átt í vandræðum með að skrá sig í gegnum vefinn og því hefur skráningarfrestur verið framlengdur til kl. 20 í kvöld, mánudagskvöld 6. júní.

Keppt verður í eftirfarandi styrkleikaflokkum og greinum:
Byrjendur: Tölt T7 (án hraðabreytinga), þrígangur (fegurðar tölt, brokk og fet) (ólögleg grein).
Minna vanir: Tölt T7 (ólögleg grein), Tölt T3, T4 slaktaumatölt (skráð T2 í sportfeng), V4 fjórgangur, F2 fimmgangur.
Meira vanir: Tölt T7 (ólögleg grein), Tölt T3, T4 slaktaumatölt (skráð T2 í sportfeng), V4 fjórgangur, F2 fimmgangur.
Gæðingaskeið, skeið- og brokkkappreiðar.
Opinn flokkur: Tölt T1, opið punktamót fyrir Landsmót. Aðeins forkeppni, ekki verða riðin úrslit í T1.
Til viðmiðunnar þá skrá þeir keppendur sig í flokkinn meira vanir ef þeir hafa náð 5,80 í þeirri grein sem þeir ætla að keppa í.
Vinsamlegast athugið.
Keppendur í flokkunum Meira vanir og Minna vanir er heimilt að skrá sig í bæði Tölt T3 og Tölt T7 ef þeir kjósa. Skilyrði fyrir því eru að sami hestur sé ekki skráður í þessar greinar og hestur sem skráður er í Tölt T7 hafi ekki verið skráður í Tölt T3 í fyrri keppnum. Vegna þessa verður árangur í keppni í Tölt T7 Meira vanir og T7 Minna vanir ekki skráð í Worldfeng þar sem þetta fyrirkomulag uppfyllir ekki skilyrði fyrir löglegri framkvæmt. Jafnframt er þrígangur í byrjendaflokki ekki lögleg keppnisgrein samkvæmt reglum LH. Árangur í öðrum greinum heldur gildi sínu og verður árangur af þeim skráður í Worldfeng.

Skráning fer fram í gegnum vefinn skraning.sportfengur.com

 

Mótið verður haldið á félagssvæði Spretts dagana 10.-12. júní og má búast við skemmtilegri keppni. 

Hlökkum til að sjá sem flesta
Töltgrúppan

 
Áhugamannamót
Scroll to Top