Skötuveisla hestamannafélagsins Spretts fer fram á Þorláksmessu frá klukkan 11:30-14:00 í veislusal Spretts í Samskipahöllinni. Boðið verður upp á kæsta skötu, tindabikkju, saltfisk, kartöflur, rófur, rúgbrauð, hamsatólg og íslenskt brauð. Einnig verður hægt að kaupa fljótandi veitingar.
Það verður söngur og gleði, góður matur og frábær félagsskapur. Skötuveislan er um leið fjáröflun fyrir hestamannafélagið Sprett. Takmarkaður sætafjöldi er í boði og fara borðapantanir fram á sp******@******ur.is.
