Skötuveisla Spretts 2018

Skötuvinafélag Spretts blæs til skötuveislu í Arnarfelli veislusal Spretts í Samskipahöllinni föstudaginn 21. desember kl 11:30.
Kæst skata, tindabikkja, saltfiskur, brennivín, kartöflur, rófur, rúgbrauð, hamsatólg og íslenskt smjör.

Aðgangseyrir 4900kr.
Takmarkaður sætafjöldi á milli 11:30 og 14:00.

Veislustjóri Sóli Hólm
Einsöngur Egill Ólafsson

Tryggið ykkur sæti eða borð með að senda okkur skeyti á ma******@gm***.com
Skötuveisla fyrir byrjendur jafnt sem og lengra komna.

 Hlökkum til að sjá ykkur