Skemmtimót ársins verður haldið af ungu kynslóðinni í Spretti laugardaginn 26. janúar.
Mótið er haldið af nemendum námskeiðsins Hestamennska sem er í umsjón Sigrúnar Sigurðardóttur og Þórdísar Önnu Gylfadóttur.
Mótið verður haldið í Samskipahöllinni og hefst klukkan 11:00.
Boðið verður uppá tvær keppnisgreinar, T7 og boðhlaup.
Í T7 verður keppt í eftirfarandi flokkum:
– 9 ára og yngri
– 10 ára og eldri, minna vanir
– 10 ára og eldri, meira vanir
Mótið er fyrir Sprettskrakka á aldrinum 7 – 15 ára.
Skráning er opin til miðnættis miðvikudaginn 23. janúar og senda skal upplýsingar um knapa, hest og keppnisgrein á netfangið tr*********@gm***.com
Skráningargjald er 500 kr. sem greiðist á staðnum
Vegleg verðlaun í boði!
Allir Sprettskrakkar að fjölmenna og hafa gaman saman.