Skemmtimót Spretts var haldið laugardaginn 26.janúar og var góð þátttaka í öllum flokkum. Verðlaunin voru glæsileg en það voru börn og unglingar Spretts sem hringdu sjálf í fyrirtæki og báðu um vinninga fyrir mótið. Þökkum við öllum styrktaraðilum kærlega fyrir. Krakkarnir tóku þátt í öllum undirbúningi fyrir mótið, settu upp völlinn og skreyttu salinn. Þau sinntu öllum störfum sem við kemur mótahaldi t.d að þylja, dæma og rita. Það voru tvær sem skiptu á milli sín að vera mótstjórar og gekk þetta allt ljómandi vel fyrir sig. Ungir og efnilegir mótshaldarar þarna á ferðinni.
Fjölnir frá Hestafréttum kom og tók upp mótið í heild sinni. Hægt er að finna myndböndin inná facebook Hestafrétta. Þökkum Fjölni kærlega fyrir sitt framlag og að sýna frá þessum viðburði.
Úrslit voru eftirfarandi
Í T7 pollaflokki
1. Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir og Laufi frá Syðri-Völlum 4,9
3. Rúrik Daði Rúnarsson og Baldur frá Söðulsholti 4,4
4. Kári Sveinbjörnsson og Dagur frá Haga 4,2
5. Páll Emanuel Hansen og Gefjun frá Skáney 4,0
6 -7. Eyvör Sveinbjörnsdóttir og Sjón frá Haga 3,8
6-7. Kristín Rut Jónsdóttir og Eldur frá Bjálmholti 3,8
8. Íris Thelma Halldórsdóttir og Toppur frá Runnum 3,4
T7 minna vanir
Forkeppni
1. Guðlaug Ásgeirsdóttir og Villingur frá Björgum 5,3
2. Ísabella Rós Hjaltardóttir og Slaufa frá Reykjavík 5,0
3. Ísak Geir Barkarson og Baugur frá Vallarnesi 4,9
4. Ágústína Líf Siljudóttir og Neisti 4,8
5. María Mist Siljudóttir og Draumur 4,7
Úrslit
1. Guðlaug Ásgeirsdóttir og Villingur frá Björgum 5,6
2. Ísabella Rós Hjaltardóttir og Slaufa frá Reykjavík 5,3
3. Ísak Geir Barkarson og Baugur frá Vallarnesi 5,1
4. Ágústína Líf Siljudóttir og Neisti 4,8
5. María Mist Siljudóttir og Draumur 4,3
T7 meira vanir
Forkeppni
1. Guðný Dís Jónsdóttir og Þruma frá Hofstöðum Gbr. 6,5
2. Elva Rún Jónsdóttir og Kraka frá Hofstöðum Gbr 6,3
3. Júlía Gunnarsdóttir og 6,1
4. Hulda Ingadóttir og Tristan frá Árbæjarhjáleigu II 5,8
5. Arnþór Hugi Snorrason og Pálmi frá Skrúð 5,6
Úrslit
1. Guðný Dís Jónsdóttir og Þruma frá Hofstöðum Gbr. 6,6
2. Elva Rún Jónsdóttir og Kraka frá Hofstöðum Gbr 6,3
3. Júlía Gunnarsdóttir og 6,0
4-5. Hulda Ingadóttir og Tristan frá Árbæjarhjáleigu II 5,7
4-5. Arnþór Hugi Snorrason og Pálmi frá Skrúð 5,7