Skeiðnámskeið hjá Erlingi Ó Sigurðssyni

Námskeiðið skiptist í bóklega og verklega kennslu

Ávinningur: Betri þekking á uppbyggingu skeiðs.

Kröfur til leiðbeinanda: Viðamikil þekking og reynsla af viðfangsefninu og æskileg reynsla af
kennslu. Námsefnið verði sett fram á áhugaverðan hátt og þátttakendur virkjaðir til þátttöku.

Kröfur til þátttakenda: Þeim er ætlað að sýna virkni á námskeiðum og leysa þau verkefni sem lögð
eru fram, og séu með hest sem býr yfir einhverri vekurð.

Tími: 3.apríl kl 20:00

  1. Fyrsti tíminn verður um forvarnir þ.s.e. tennur í hestum (tannröspun) beyslabúnaður hófhlífar járningar og fleira. Kynning á námsgögnum sem hver nemandi fær. Farið verður yfir heimaverkefni
    Þar sem hver nemandi vinnur með sinn hest. þetta verkefni tekur tvær vikur. Þessi tími er 1 og 1/2
    kennslustund.
  2. Í öðrum tíma verður farið yfir myndband um uppbyggingu skeiðs . Þetta myndband er unnið og tekið
    upp af Erling Sigurðssyni. Farið verður yfir námsgögnin og ef einhverjar fyrirspurnir eru um þau. þetta
    tekur 2 kennslustundir.
  3. Næsti tími er að viku liðinni þá verður aftur farið yfir myndbandið og einnig annað myndband um skeið fyrr og nú. Þessi tími er 2.kennslustundir.
  4. Næstu tveir tímar er verklegir tímar innan dyra í reiðhöll (eða gerði,) þar verður stökk og niðurtaka til skeiðs tekið fyrir. Hver tími tekur eina kennslustund fyrir hvern hóp.
  5. Námskeiðið endar á hringvelli þar sem stökk og niðurtaka til skeiðs verður tekið fyrir. Tíminn tekur eina kennslustund fyrir hvern hóp.

Í fyrstu 3 tímunum sem eru bóklegir geta verið þeir hópar sem skráðir eru. Æskilegast er að ekki séu
fleiri en 4 -5 nemendur í hverjum hópi í verklegu kennslunni .

Fræðslunefnd

Scroll to Top