Æfing fyrir vígsluhátíð í kvöld

Nú hafa æfingar veirð í fullum gangi fyrir vígsluhátíð nýju reiðhallar Spretts og stefnir í glæsileg atriði hjá félagsmönnum okkar næstkomandi laugardag.

Næsta æfing, fyrir hátíðina fer fram í kvöld (30.01.2014) og fer fram í nýju höllinni.

Eru félagsmenn eindregið hvattir til að mæta og taka þátt í hópreið félagsins og taka þar með þátt í skemmtilegri vígsluathöfn reiðhallarinnar.

  • kl 18:30 æfing æskulýðsatriði
  • Kl 19:00 hópreið hvetja sem flesta til þess að mæta
  • kl 19:30 Unglingar
  • kl 20:00 Ungmenni atriði
  • kl 20:30 Góðhestar

Meðfylgjandi mynd var tekin á æfingu síðastliðinn þriðjudag.

 

P1280043
Scroll to Top