Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Spretts frá og með 14. janúar. Hún er með B.A gráðu í stjórnmálafræði frá H.Í. og hefur stundað nám í iðnrekstrarfræði við Tækniháskóla Íslands og meistaranám í opinberri stjórnsýslu við H.Í.
Sigurlaug Anna hefur m.a. gengt starfi framkvæmdastjóra Já Ísland og verið verkefnisstjóri rannsóknar við stjórnmálafræðideild H.Í. Þá hefur hún komið að sveitarstjórnarmálum í Hafnarfirði. Hún er félagi í Hestamannafélaginu Sörla og er nú formaður æskulýðsnefndar félagsins.
Sigulaug Anna var ráðin úr hópi umsækjenda en Capacent annaðist úrvinnslu umsókna um starfið.
Hægt er að ná í Sigurlaugu í síma 845-4036 og í netfanginu sigurlaug@sprettarar. Fyrst um sinn verður hún með aðstöðu í gamla félagsheimili Andvara.