Pollar á Æskan og hesturinn

Næstkomandi sunnudag 15. mars verður sýningin Æskan og hesturinn í Víðidalnum.
Tvær sýningar verða eins og áður kl. 13 og kl. 16.

Á fyrri sýningunni mun María Ólafsdóttir eurovisionfari koma og syngja fyrir okkur en á síðari sýningunni kemur Lína langsokkur.

Svona sýning er kjörið tækifæri til þess að kynna yngri kynslóðina fyrir hestamennskunni.

Polla sem vilja taka þátt í sýningunni Æskan og hesturinn á sunnudaginn 15. mars. vinsamlega skrá sig á netfangið : yr********@gm***.com

Pollar teymdir
Pollar ríðandi

Upplýsingar sem þurfa að koma fram (fyrir kynnir):
— nafn barns,
— aldur barns,
— nafn á hesti,
— litur hests
— búningur

Æskulýðsnefndin

Scroll to Top