Pollafimi er námskeið fyrir yngstu knapana þar sem verður lögð áhersla á jafnvægi og ásetu með skemmtilegum æfingum meðan þeir eru hringteymdir. Sniðugt er fyrir 2 litla knapa að sameinast um einn hest. Það sem þarf er hestur, hnakkur eða gjörð með handföngum, snúrumúll eða hringtaumsmúll og vaður/langur taumur.
Kennt verður á laugardögum í Húsasmiðjuhöll (13.des., 20.des., 27.des. og 3.jan.) Tímar í boði milli kl.12-14.
Hver tími er í 30mín og eru 4 saman í hóp. Samtals 4 skipti. Fyrsti tíminn er laugardaginn 13.des. Síðasti tíminn er 3.jan. Verð er 6500kr. Skráning er opin í abler – beinn hlekkur hér: https://www.abler.io/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6NDk4Mjk=?
Kennari er Hrafnhildur Blöndahl, leiðbeinandi og tamningakona.
