Síðastliðið haust skrifaði hestamannafélagið Sprettur undir nýjan samning við sveitarfélagið Garðabæ.
Meginmarkmið samstarfs Hestamannafélagsins Spretts og Garðabæjar er að efla barna- og unglingastarf í hestaíþróttum í Garðabæ, meðal annars með reglulegu námskeiðahaldi á félagssvæði Spretts.
Með samstarfinu skal sérstaklega hugað að því að mæta þörfum fatlaðra barna og ungmenna í samræmi við stefnu Garðabæjar í málefnum fatlaðs fólks. Einnig að vinna áætlun varðandi eineltismál og skal félagið njóta samvinnu við Garðabæ um fræðslu og viðbrögð við slíkum málum í samræmi við forvarnastefnu og samskiptasáttmála bæjarins. Aðalstjórn Spretts ber einnig ábyrgð á að félagið og allar deildir þess kynni sér, innleiði og starfi samkvæmt leiðbeiningum og verklagsreglum ÍSÍ um kynferðislegt áreiti í íþróttum.
Nýr samningur gildir til ársloka 2025.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Kötlu Gísladóttur varaformann Spretts og Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur formann Spretts ásamt Almari Guðmundssyni bæjarstjóra Garðabæjar og Hrannari Braga Eyjólfssyni formanni íþrótta- og tómstundaráðs við undirritun samningsins.

