Til stendur að útbúin verði nýr rekstrarhringur í kringum skeifuna fyrir ofan velli félagsins. Nú þegar er gert ráð fyrir reiðvegi í kringum skeifuna sem er nýttur að hluta til. Núverandi framkvæmdir snúa að því að klára hringinn þannig að hægt sé að tengja reiðleiðirnar.
Í framhaldinu er fyrirhugað að girða reiðleiðina beggja vegna þannig að mögulegt sé að nýta hana til reksturs lausra hrossa. Þessi nýja leið mun jafnframt nýtast vel við tamningu hrossa sem eru stutt komin auk þess sem hringurinn gæti nýst óreyndum eða óöruggum knöpum. Hringurinn er um 1 km að lengd. Sjá mynd hér fyrir neðan, hringurinn er merktur með svörtu.
Safnstaðir fyrir rekstur hrossa verða sitt hvoru megin í hverfinu. Fyrirkomulag rekstra verður eins og áður, einungis í boði á morgnanna, tímar auglýstir síðar. Við vonumst til að hægt verði að reka hross allan ársins hring.
Loftorka sér um framkvæmdina.