Ný keppnisgrein og framlengdur skráningafrestur á Coca-Cola Þrígangsmótið

Vegna fjölda áskoranna hefur verið bætt við fimmgangs-þrígangi á opna Coca-Cola þrígangsmóti Spretts sem fram fer næsta föstudag og hefst kl. 17.00 í Samskipahöllinni.
Aðalstyrktaraðili mótsins er Coca-Cola, Vífilfell sem gefur öll verðlaun á mótinu.

Skráning hefur verið framlengd til kl. 20.00 þriðjudaginn 14. mars en nú hefur þrígangi fyrir alhliða hesta verið bætt við skráningamöguleikana en þá keppnisgrein má nú finna í Sportfeng undir: Þrígangur – Annað.

Skráningin fer fram á http://www.sportfengur.com.

Sýna á fegurðartölt, brokk og stökk. Það komast 7 í úrslit úr hverjum flokki. Þrír dómarar dæma.

Keppt verður í fimm flokkum:
* 17 ára og yngri
* Minna vanir
* Meira vanir
* Opinn flokkur
* Annað (þar er sýnt fegurðartölt, brokk og skeið)

Skráningargjald er kr. 3.500 á hest. Kvittun sendist á: sk******@sp********.is

Eins og fyrr segir er skráning opin til kl. 20.00, þriðjudaginn 14. Mars.

Mótanefnd Spretts

 

Scroll to Top